Vitnisburður Ethnu á íslensku

Ég hef aldrei haldið bakgrunni mínum leyndum og þegar ég starfaði í Darlington AOG birti ég vitnisburð minn í fréttabréfi kirkjunnar. Í gegnum árin hefur Guð notað vitnisburð minn til að færa mörgum konum lækningu og von og þó ég þakki ekki Guði fyrir að hafa upplifað misnotkun, þá er ég þakklát fyrir það góða sem hefur komið út úr þeirri lífsreynslu gegnum árin.

Ég hef ákveðið að fara ekki út í smáatriði misnotkunarinnar hér, það nægir að segja að þegar ég var 7 ára gömul var mér rænt af nágranna og haldið fanginni í nokkra klukkutíma. Á þeim tíma varð ég endurtekið fyrir kynferðislegu ofbeldi og mér hótað. Mér voru gefnir peningar (til að ég þegði) og sagt að ef ég segði frá yrði fjölskylda mín drepin. Ég kom frá mjög fátækri fjölskyldu, svo það fyrsta sem ég gerði þegar mér var sleppt var að eyða peningunum sem ég fékk í búð á staðnum. Ég kom heim nokkrum klukkustundum seinna og hélt fast um stóran poka af nammi. Móðir mín sagði að hún hefði strax vitað þegar hún sá mig að eitthvað slæmt hefði gerst. Það var hringt í lögregluna og pabba minn. Þegar þeir komu var árásarmaðurinn flúinn. Það kom brátt í ljós að hann hafði misnotað mörg önnur börn á svæðinu, en óttaslegnir foreldrarnir höfðu ekki þorað að hafa samband við lögregluna. Þegar hann var farinn komu þau öll og sögðu sína sögu. Þetta var sorgardagur fyrir bæinn. Seinna var hann eltur uppi og skotinn í höfuðið af óþekktri manneskju og hann liggur í ómerktri gröf nærri staðnum sem við bjuggum.

Áhrif þessa atburðar á fjölskyldu mína voru hræðileg. Engin orð fá lýst afleiðingum þess sem gerðist þennan dag. Ég varð mjög lokuð, talaði ekki við neinn, varð hrædd við allt og alla. Foreldrar mínir ásökuðu sig, faðir minn barðist í þögn árum saman. Það að ég hafði verið fangi í húsinu á móti og hún ekki vitað um það, nærri eyðilagði blíða og kærleiksríka móður mína. Að hún hefði verið að sinna sínum daglegu stöfum meðan mér var nauðgað var eitthvað sem hún fyrirgaf sjálfri sér aldrei. Já við þjáðumst öll og vorum særð, en á mismunandi hátt. Misnotkun hefur ekki aðeins áhrif á manneskjuna sem brotið er á, heldur alla fjölskylduna. Eftir nokkra mánuði, lokaði hugur minn á allar minningar frá þessum dögum og það var ekki fyrr en ég var nærri sautján ára og reynt var að nauðga mér (og tókst ekki, þar sem ég sparkaði í klofið á honum og hljóp inn í búð eftir hjálp) um hábjartan dag, í afgirtum garði fyrir framan búð, að minningarnar byrjuðu að koma til baka.
Ég bað mömmu mína að útskýra hvað hafið gerst þennan dag fyrir mörgum árum. Hún gerði það og í fyrsta sinn gerði ég mér grein fyrir stærð málsins. Svo mörgum börnum nauðgað eða þau beitt líkamlegu ofbeldi, svo margar fjölskyldur niðurbrotnar, einn maður látinn, fjölskylda hans sundurtætt. Þetta var of mikið til að meðtaka. Í þetta skipti, ýtti ég minningunum djúpt niður. Núna vissi ég hvað ég var að gera. Þetta var eitthvað sem ég vildi ekki muna … aldrei nokkurn tíma.

Tveim árum seinna kynntist ég og giftist Chris. Lífið hefði átt að vera draumur en það var það ekki, fyrir hvorugt okkar. Chris komst fljótt að því hvernig það er að búa með manneskju með dimma leyndardóma fortíðarinnar. Sífelldar martraðir, ástæðulaus ótti við allt sem hreyfðist og dapurt geð sem skyndilega snérist í svartnætti. En ég hélt áfram að ýta minningunni niður, þangað til börnin okkar tvö fæddust. Þegar ég horfði á þau leika sér hamingjusöm í garðinum dag einn, varð ég allt í einu yfirbuguð af reiði yfir að barnæska mín hafði liðið í einmannaleika, ólýsanlegri sorg og tilfinningalegum sársauka. Frá þeirri stundu varð ég þunglyndari og þunglyndari.

Á þessum tíma var ég farin að sækja föndurhóp hjá Darlington AOG. Í tvö ár sótti ég þangað eða þar til börnin byrjuðu í skóla. Dag einn, ákvað ég að fara á kvöldsamkomu á sunnudegi. Allir voru hissa á að sjá mig þar, ég hafði aldrei talað um kirkju við neinn þegar ég sótti föndurhópinn. Ég var alin upp í kaþólsku kirkjunni og var búin að fá nóg af trúarbrögðum (eða það hélt ég). Á samkomunni þetta sunnudagskvöld heyrði ég rödd sem sagði skýrt “ég elska þig”. Ég heyrði þetta eins og talað væri upphátt og ég þekkti þessa rödd strax. Þetta var sama röddin sem ég hafði heyrt þegar ég var sjö ára, og hendur árásarmannsins voru þétt vafnar um hálsinn á mér. Þá heyrðum við bæði einhvern kalla ákveðið nafnið mitt. Það dugði til að brjóta þau illu álög sem við höfðum bæði verið föst í. Hann lét mig detta á gólfið og leyfði mér að fara. Þessi rödd hafði bjargað lífi mínu einu sinni og þarna bjargaði hún mér aftur. Ég tók á móti Kristi þá strax. Ég hef aldrei efast eða hikað í trú minni síðan. Hvers vegna ætti ég að gera það? Ég á allt sem ég þarf í Drottni mínum.

Líf mitt breyttist á undraverðan hátt eftir að ég frelsaðist. Þunglyndinu var létt af mér og kom aldrei aftur. Jafnvel líkami minn virtist léttari, það var eins og miklum þunga hefði verið lyft af öxlum mínum. Ég lærði að hlæja og gráta. Það mikilvægasta af öllu fyrir mig var að ég lærði að elska án skilyrða. Það var ný reynsla. Eftir að hafa alla æfi vantreyst fólki og ekki getað snert það, gat ég treyst fólki og sjálfri mér í aðstæðum sem ég hafði aldrei getað áður. Innan nokkurra mánaða sótti ég um í hjúkrunarnámi. Þegar ég lauk námi eftir þrjú ár, 1995, hófst það sem átti eftir að vera ótrúlega gefandi starf innan heilbrigðis og félags sviðs og í fræðimennsku.

Eins og hjá flestum hefur líf mitt mótast af reynslu minni, bæði góðri og slæmri. Sagt er að það sem drepur þig ekki gerir þig sterkari og í mínu tilviki þá held ég að það sé satt. Ef ég hefði ekki orðið kristin á þessum tíma er ég viss um að líf mitt hefði orðið allt annað en það sem ég nýt í dag. Kanski hljómar það eins og gömul lumma en styrkur minn kemur frá sambandi mínu við Krist. Án hans reikna ég með að hryllingur fortíðar minnar hefði yfirbugað mig. Eins og annað fólk (dýrðlingar sem aðrir) er ég sterk á sumum sviðum en veik á öðrum.

Ég er sterk í því að sjá aðstæður í heild sinni og geta um leið komið auga á hluti sem þarf að laga, þetta er hæfileiki sem ég nota stöðuglega í vinnunni, bæði í veraldlegu og kristilegu starfi. Ég er sterk í að viðurkenna mistök mín og er ekki hrædd við að bakka og leiðrétta það sem miður hefur farið. Ég er t.d. fljót að gera mér grein fyrir því þegar ég hef ekki rétt fyrir mér og alltaf tilbúin að leiðrétta og jafnvel ganga á minn rétt. Ef mér er stillt upp við vegg, þá vil ég frekar láta einhvern halda að hann hafi rétt fyrir sér, jafnvel þó svo sé ekki, því ég veit af fyrri reynslu að Guð mun seinna sýna viðkomandi villu hans. Mér hefur æfinlega fundist að það “að hafa rétt fyrir sér” sé ofmetið. Þó ég segi þetta, þá eru sum atriði sem þarf að berjast fyrir og vinna, málið er að velja hvaða málefni eru þess virði að berjast fyrir. Ég trúi því að veikleikar fylgi einfaldlega styrkleikunum; það er ekki hægt að hafa annað án hins. Þannig gerði Guð okkur. Í veikleika okkar köllum við til hans, í styrkleika okkar gefum við honum dýrðina, hvort heldur sem er þá er sigur á báða bóga.

Líf mitt heldur áfram að vera varðað ævintýrum á göngunni með Guði. Þegar þetta er skrifað er ég að ljúka doktorsgráðu í rannsóknum á heilabilun (PhD in dementia research). Heilabilun skiptir mig miklu máli bæði af persónulegum og faglegum ástæðum. Þegar þessu er lokið vonast ég til að geta unnið á Íslandi og notað þekkingu mína og hæfileika svo að fólk með heilabilun og umönnunaraðilar þeirra geti notið þjónustu sem er hönnuð fyrir þarfir þeirra. Ég vonast einnig til að vinna með fólki sem ekki er með minnissjúkdóma til að kenna þeim hvernig þau geta dregið úr hættu á að fá heilabilun síðar á æfinni. Verkefnin eru mörg og ég óttast að fólk með heilabilun mæti afgangi. Ég á samt stóran Guð sem þráir að blessa börnin sín og að vita það, er hvatning til að vinna eins vel og ég get og skipta máli þar sem hann hefur sett mig.

Hvað nú um veikleikana sem ég sleppti að tala um áðan…? Þrátt fyrir veikleika minn fyrir ódýrum matreiðslubókum og eldhúsáhöldum, þá eru eftir 21 ár á göngunni með Guði mínum fáir ytri lestir eftir, það er þó nóg eftir af þeim hið innra. Ég forðast samt líkamsþjálfum á næstum sjúklegan hátt, þó fór ég einstaka sinnum með Chris í morgungöngu þegar við bjuggum á Englandi. Ég skammast mín fyrir að viðurkenna að það var svo sjaldan að þegar sonur okkar James sá minn hluta af rúminu mannlausan kl. 6:15 einn morguninn fyrir nokkrum mánuðum, gerði hann ráð fyrir að ég hefði dottið fram úr og sofnað aftur á gólfinu hinum megin við rúmið. Honum datt aldrei í hug sá möguleiki að ég hefði farið á fætur snemma til að fara í göngu!

Þýðing eftir Lilja Óskarsdóttir

Advertisements

8 thoughts on “Vitnisburður Ethnu á íslensku

 1. I thought at first that you wrote this and was very impressed. 🙂 Then I recognised this post from the English version. I’m glad you think it important enough to share in Islensku too! You are an inspiration.

  Like

  • Thanks for the feedback, I appreciate your thoughts and good wishes:) I can write some Icelandic but not unfortunately something as complicated as my testimony! BTW your name is very Icelandic…do you have some Icelandic blood running through your veins?

   Like

   • I’m learning just a little Icelandic but it’s fun to be able to recognise words. The grammar is too complicated for me to try learning from here – would be much more fun in Iceland!

    I write under a pseudonym as despite having a blog I’m quite a private person. So sadly no Icelandic blood!

    Like

   • I had suspected Eva Lind may be a pseudonym, lovely name all the same 🙂 I think it is very difficult, although I’m informed not impossible, to learn Icelandic outside of Iceland. I found however, that it was only when I was actually working alongside people that I really learned the language how people actually speak it. Book learned Icelandic and spoken Icelandic is quite different. I used to find that when I learned something – you know that moment when the penny drops – it felt like winning the jackpot (I imagine, never having won a jackpot). So, keep going!

    Like

   • It’s actually out a character out of the Arnaldur Indridason books!
    I think learning any language where you aren’t immersed is difficult. I had a lot of fun on my last trip actually recognising some words for the first time and it did make things more interesting. Sjaumst! 🙂

    Like

   • Haha! There is a guy who managed to learn Icelandic in a week. I think he is also the author of ´Born on a Blue day´ He was interviewed on national TV in Iceland and no one believed him/or that it was possible. I think it was true, as he talks about his gift for languages in the book 🙂

    Like

   • Yes, I’ve seen his video. I’m afraid I’m not that much of a genius. Funnily enough I’ve started watching all the Naeturvaktin series again and am impressed at how many words I can pick out whereas last year = none. Baby steps!

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s